Veggmyndir

Eftir að hafa unnið síðustu vikur að því að smíða nýjar bækur og endurvinna eldri bækur þá er kominn smá pása í ritverkin. Þá er gott að fara í myndaalbúmið og fara í smá endurmenntun í myndvinnslu.

Fyrir nokkru þá var ég að leika mér að smíða pop-art myndir eða klippimyndir, það voru komnar tvær myndir úr þriggja mynda seríu.

Þriðja myndin er ennþá á teikniborðinu en hugmyndavinnan við hana er fullkláruð.

Þessi mynd hérna til hliðar er Game Of Spades. Hún inniheldur nokkra kónga sem hafa skemmt okkur í gengum tíðina í afþreyingariðnaðinum. Hún er smíðuð með svörtum bakgrunni og er með spaðaþemu.

Svo höfum við Game of Hearts. Þar höfum við flottar drottningar úr hinum og þessum áttum sem að hafa stjórnað okkur að einhverju leiti. Þær eru settar á rauðan bakgrunn með hjörtu sem þema.

Það sem vantar hérna er þá Game of Clovers. Þeman á henni á að vera jókerar og gosar, hoppandi á grænum bakgrunni. Hún er ennþá á teikniborðinu.

 

Það stittist í að næsti föstudagur skríði í gang, en það er búið að velja bíómynd föstudagsinns, hún byrtist á Instagram og Facebook eins og venjulega.

Þangað til að hann skríður í gangi, þá vonast ég til að þið hafið það sem allra best og eftir það líka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *