Veggmyndir

Eftir að hafa unnið síðustu vikur að því að smíða nýjar bækur og endurvinna eldri bækur þá er kominn smá pása í ritverkin. Þá er gott að fara í myndaalbúmið og fara í smá endurmenntun í myndvinnslu.

Fyrir nokkru þá var ég að leika mér að smíða pop-art myndir eða klippimyndir, það voru komnar tvær myndir úr þriggja mynda seríu.

Þriðja myndin er ennþá á teikniborðinu en hugmyndavinnan við hana er fullkláruð.

Þessi mynd hérna til hliðar er Game Of Spades. Hún inniheldur nokkra kónga sem hafa skemmt okkur í gengum tíðina í afþreyingariðnaðinum. Hún er smíðuð með svörtum bakgrunni og er með spaðaþemu.

Svo höfum við Game of Hearts. Þar höfum við flottar drottningar úr hinum og þessum áttum sem að hafa stjórnað okkur að einhverju leiti. Þær eru settar á rauðan bakgrunn með hjörtu sem þema.

Það sem vantar hérna er þá Game of Clovers. Þeman á henni á að vera jókerar og gosar, hoppandi á grænum bakgrunni. Hún er ennþá á teikniborðinu.

 

Það stittist í að næsti föstudagur skríði í gang, en það er búið að velja bíómynd föstudagsinns, hún byrtist á Instagram og Facebook eins og venjulega.

Þangað til að hann skríður í gangi, þá vonast ég til að þið hafið það sem allra best og eftir það líka.

Frændi minn kenndi mér

Rétt fyrir jólin í fyrra þá átti ég lítið spjall við tvo félaga mína, en þeir voru í miklum vandræðum með að finna nettar littlar jólagjafir fyrir aðra félaga sína, vinni og vandamenn. Þar sem að ég er frekar lausnamiðaður einstaklingur þá sagði ég við þá að ég skyldi ekki láta þetta koma fyrir þá aftur á næsta ári (sem er þetta ár 2017).

Það var kveikjan að því að skrifa þriðju bókina mína sem fékk titilinn FRÆNDI MINN KENNDI MÉR.
Í henni fer „frændinn“ yfir nokkra hrekki og prakkarastrik sem að hann lærði af frændum sínum sem barn með þeim tilgangi að kynna og kenna næstu kynslóð af mannöpum hvernig lífið getur verið. Hann minnist oft á að þetta er upplýsingarit. Það á ekki að gera þessa hrekki.

Þessi skemmtilega lausn fyrir félaga mína kom út núna í byrjun Nóvember og hefur salan á henni farið LANGT fram úr mínum vonum.
Þegar að þetta er skrifað, þá er fyrsta upplag af henni alveg að vera búið hjá mér (ég á til 1stk). En það eru fleyri eintök til af henni í Reykjavík (Nexus), ásamt því að það eru fleyri eintök að koma til landsinns á næstu dögum.

Ef þið viljið skoða þessa bók betur, þá eru fleyri upplýsingar inni á Facebook síðunni minni. Hún er þessa stundina bara í einni bókabúð, en það Nexus í Reykjavík.

Ensk útgáfa af henni er í smíðum fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa Íslensku (við erum ekki svo rosalega mörg í þessum heimi sem gerum það).

Föstudagurinn síðasti

Góðan daginn. Þar sem að þetta er fyrsta færslan á síðunni minni þá langar mig aðeins að ræða föstudagmyndina sem að ég skaut inn á instagram 11.nóvember.

En þetta var stórmyndin Harley Davidson and the Marlboro Man. Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta mynd sem kom út árið 1991 og skartar þeim Don Johnsson og Mickey Rourke (ég).

Við erum tveir félagar sem þurfa að berjast við ílla bankamenn til að hjálpa vini okkar og uppeldisföður. Hann lendir í klónnum á bankamönnunum þegar að lán sem að hann tók stökkbreytist á stuttum tíma (það kannast kannski einhverjir við það). En þessir bankakallar voru ekki alveg það sem að þeir litu út fyrir að vera, nei þarna spinnast inn fíkniefni og allskonar íllmennahættir. Ef að þú ert ekki ennþá búinn að skella þessari í gang þá ætti hún að finnast á VHS á næstu vídeoleigu. Endilega verslið ykkur smá snakk með og þannig styðjum við við bakið á leigunni.

Góða skemmtun.