Frændi minn kenndi mér

Rétt fyrir jólin í fyrra þá átti ég lítið spjall við tvo félaga mína, en þeir voru í miklum vandræðum með að finna nettar littlar jólagjafir fyrir aðra félaga sína, vinni og vandamenn. Þar sem að ég er frekar lausnamiðaður einstaklingur þá sagði ég við þá að ég skyldi ekki láta þetta koma fyrir þá aftur á næsta ári (sem er þetta ár 2017).

Það var kveikjan að því að skrifa þriðju bókina mína sem fékk titilinn FRÆNDI MINN KENNDI MÉR.
Í henni fer „frændinn“ yfir nokkra hrekki og prakkarastrik sem að hann lærði af frændum sínum sem barn með þeim tilgangi að kynna og kenna næstu kynslóð af mannöpum hvernig lífið getur verið. Hann minnist oft á að þetta er upplýsingarit. Það á ekki að gera þessa hrekki.

Þessi skemmtilega lausn fyrir félaga mína kom út núna í byrjun Nóvember og hefur salan á henni farið LANGT fram úr mínum vonum.
Þegar að þetta er skrifað, þá er fyrsta upplag af henni alveg að vera búið hjá mér (ég á til 1stk). En það eru fleyri eintök til af henni í Reykjavík (Nexus), ásamt því að það eru fleyri eintök að koma til landsinns á næstu dögum.

Ef þið viljið skoða þessa bók betur, þá eru fleyri upplýsingar inni á Facebook síðunni minni. Hún er þessa stundina bara í einni bókabúð, en það Nexus í Reykjavík.

Ensk útgáfa af henni er í smíðum fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa Íslensku (við erum ekki svo rosalega mörg í þessum heimi sem gerum það).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *