Föstudagurinn síðasti

Góðan daginn. Þar sem að þetta er fyrsta færslan á síðunni minni þá langar mig aðeins að ræða föstudagmyndina sem að ég skaut inn á instagram 11.nóvember.

En þetta var stórmyndin Harley Davidson and the Marlboro Man. Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta mynd sem kom út árið 1991 og skartar þeim Don Johnsson og Mickey Rourke (ég).

Við erum tveir félagar sem þurfa að berjast við ílla bankamenn til að hjálpa vini okkar og uppeldisföður. Hann lendir í klónnum á bankamönnunum þegar að lán sem að hann tók stökkbreytist á stuttum tíma (það kannast kannski einhverjir við það). En þessir bankakallar voru ekki alveg það sem að þeir litu út fyrir að vera, nei þarna spinnast inn fíkniefni og allskonar íllmennahættir. Ef að þú ert ekki ennþá búinn að skella þessari í gang þá ætti hún að finnast á VHS á næstu vídeoleigu. Endilega verslið ykkur smá snakk með og þannig styðjum við við bakið á leigunni.

Góða skemmtun.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *